EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

418311_10150612891310954_1145455595_n.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Samningaviðræður um sölu Eiða í gangi.

 

Lifnað gæti yfir Eiðastað á Fljótsdalshéraði og hótelrekstur hafist þar á nýjan leik ef hugmyndir fjárfesta ganga eftir. Guðröður Hákonarson einn þeirra sem reka Hildibrand hótel í Neskaupstað hefur gert tilboð til félags í eigu Sigurjóns Sighvatssonar um kaup á Eiðastað.
 
Guðröður segir......

Lesa meira.....

Líf og gleði framundan hjá Eiðavinum.

 Kæru Eiðavinir.Untitled BS

Þótt ekki heyrist mikið frá stjórninni erum við sífellt að vinna að málefnum Eiða og reyna að ná markmiðum þeim sem við settum okkur. Við erum sko langt frá því að vera af baki dottin og var aldeilis fjörugur skypefundur hjá okkur fyrir nokkru síðan þar sem við lögðum upp starfsáætlun fyrir árið. Má segja að áherslur okkar í þessu plani beinist fyrst og fremst að því að styrkja og viðhalda tengslum og samstarfi Eiðavina í gegnum fjölbreytta viðburði ásamt því að efla fræðslu um sögu og menningu staðarins.  

Lesa meira.....

Hermann Níelsson heiðraður

 

Í gær var Hermann Níelsson fyrrum íþróttakennari á Eiðum sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ. Heiðurskross ÍSÍ veitist íslenskum ríkisborgara fyrir langvarandi og góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í heild, einstakra íþróttahéraða, íþróttagreina eða félaga, svo að viðurkenninga 
sé vert á alþjóðamælikvarða. Stjórn Eiðavina svo og Eiðavinir allir senda Hermanni og fjölskyldu hans innilegar hamingjuóskir með þessa miklu og verðskulduðu viðurkenningu. Sjá nánar frétt hér:

 

http://www.isi.is/frettir/frett/f/10/27/Hermann-Nielsson-saemdur-Heidurskrossi-ISI/

 

Rafrænn skráningarseðill á Eiðagleði 2014

Kæru Eiðavinir.

Vegna slakrar skráningar á Eiðagleði hefur stjórnin ákveðið að stytta dagskrá samkomunnar og fella niður dagskrá föstudags og laugardags. Á laugardagskvöldið verður dansleikur í hátíðarsalnum eins og áætlað var. Dagskrá sunnudags verður svipuð, guðsþjónusta með tónlistarívafi kl. 11 og þá tekur við tónlistardagskrá íbúa Eiðastaðar og nágrennis. Hermann Níelsson hefur boðað forföll og fellur því niður fyrirlestur hans. Fylgist með nánari upplýsingum um Eiðagleði 13. - 14. sept. næstu daga á heimasíðu og á fb. Upplýsingar í síma: 845 1104 Hlíf, og 862 3465 Solla. Ef þið viljið panta gistingu vinsamlega sendið á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

 

Kveðja frá stjórn.

 


 

 

DAGSKRÁ EIÐAGLEÐI 12. - 14. SEPT. 2014

Föstudagur

537202 10151683420786305 923766065 n

Kl. 21:00 - 23:00 Tónleikar með Trössunum og Kaffimolunum - nýtt og gamalt efni.

Kl. 23:00 Pöbbakvöld í hátíðarsalnum, Gréta ,,Dúkkulísa" Sigurjóns ásamt Kaffimolunum og fleiri Eiðapoppurum spila af fingrum fram.

 

Laugardagur

Kl. 09:00-10:00 Morgunverður

Kl. 10:00-12:00 Frjáls tími. Tilvalið fyrir árgangahópana að hittast.

Kl. 12:00 - 12:15 Setning hátíðar á svölunum á Útgarði (snúa út að plani).

Kl. 12:15-13:00 Óvænt uppákoma, gestir þurfa að ganga á hljóðið til að finna listakonurnar Kristínu Maríu Ingimarsdóttur myndlistarkonu, Kristínu Lárusdóttur sellóleikara og Esther Jökulsdóttur söngkonu sem bjóða upp á magnaða stund á ennþá magnaðri stað.

Lesa meira.....

Helgi Hallgrímsson sæmdur fálkaorðunni

Eiðavinurinn Helgi Hallgrímsson var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega afhöfn á Bessastöðum þann 17. júní s.l. Helgi fær orðuna fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru. Hann er fæddur að Holti í Fellum árið 1935 en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Eftir framhaldsnám í líffræði í Þýskalandi kenndi Helgi m.a. við Eiðaskóla, en hann var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964 - 1987, er hann flytur í Egilsstaði. Auk merkra bóka hefur Helgi ritað ótal greinar og smárit og fékk hann m.a. íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir fræðibók sína um sveppi, einnig gaf hann út veglega bók um Lagarfljótið árið 2005 ásamt bók um Hallormsstað í Skógum. Helgi sat í stjórn Eiðavina til nokkurra ára og er dyggur liðsmaður Eiðavina. Stjórn Eiðavina og allir Eiðavinir óska Helga til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu. Helgi er lengst til hægri á myndinni.

flkaoran Helgi Hall B

Árgangamót á Eiðagleði

Eitt af því sem stjórn Eiðavina bryddar upp á á Eiðagleði í haust er árgangamót nemenda. Með því móti reynum við að tryggja ætíð lágmarksfjölda til að standa straum af kostnaði við gleðina. Þessa dagana er stjórn að vinna í að næla í áhugasama einstaklinga í þessum árgöngum til að hóa saman liðinu. Í haust er árgöngum 64-65, 74-75, 84-85 og 94-95 stefnt saman í Eiða. Það verður hálf öld í haust síðan elsti árgangurinn var þar við nám (64-65 árg.) -og 40, 30 og 20 ár síðan hinir hóparnir voru þar en árgangur 94-95 er síðasti nemendahópurinn sem var við nám í Alþýðuskólanum á Eiðum. Við auglýsum hér með eftir áhugasömum einstaklingum úr þessum árgöngum til að hóa saman liðinu sínu og eiga saman skemmtilegar stundir í gamla skólanum sínum í haust. Nú þegar er kominn frábær aðili til að hóa saman árgangi 84-85 og við munum án efa finna hina á næstu dögum. Tengiliður stjórnar við forsvarsmenn árganganna er Hlíf Herbjörns í síma 845-1104 eftir 1. júlí.

 

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Eiðavina

Ný stjórn Eiðavina hélt sinn fyrsta fund í kvöld og byrjaði stjórn á að skipta með sér verkum sem er svofarandi: Formaður Bryndís Skúladóttir, gjaldkeri Ásgerður Ásgeirsdóttir, ritari Jóhann G. Gunnarsson, meðstjórnendur Hlíf Herbjörnsdóttir og Kjartan Ólafsson, varamenn Nína Erlendsdóttir og Sólveig Stefánsdóttir.

 

Stjórnin skipti með sér fleiri verkum þar sem hver og einn tók að sér ákveðin verkefni til að sinna fyrir Eiðagleði í haust - allir með bros á vör og tilhlökkun í huga. Skreytingar, skráning, auglýsingar, dagskrá helgarinnar, veitingar, gisting og fullt af skemmtilegum símtölum við listafólk fra Eiðaárum og aðra Eiðavini eru m.a. á listanum. Bara skemmtilegt framundan hjá okkur og við hlökkum til að fá ykkur í Eiða í haust. Rafrænn skráningarseðill verður sendur út um 10. júlí og dagskrá helgarinnar birt um svipað leyti.

 

 Eiafninn