EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

23897598_10211410520114453_920561999_n.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Eiðaskáld - Hannes Sigurðsson

Hannes yrkir hér í tilefni Eiðagleði.

 

Eiðabragur

við lagið Ranka var rausnarkerling

 

Nú hátíð fer að höndum

við höldum í Eiðastað.

Með æskublik í augum

við örkum brosand´í hlað.

Við sjáum vinina sælu

safnast í eina hjörð,

úr hverju krummaskuði

frá Kongó á Vopnafjörð.

 

Við finnum gleðina gömlu

er göngum í skólann inn.

Um hjartað fer hamingjustraumur

og hleypur roði í kinn.

Hér leið hver dagur í draumi

við dufl og við leikja gnótt.

það litl´er af bók við lærðum,

langflest við gleymdum því fljótt

 

Við lærðum þó listir góðar

sem líklega fyrnast seint.

þær æfingar oft á tíðum

áttu að fara leynt.

þá náttúruunnandi nemar

á næturna fóru á stjá,

og lærðu að kela og knúsa

kyssa - og sofa hjá

 

Margs er héðan að minnast

og mörg voru okkar spor

um hánótt að húsabaki

frá hausti fram á vor.

Í tímunum sætt þeir sváfu

er svefnvana fóru á kreik,

en mættu svo kampakátir

í "kvöldmessu" niðr´á sleik.

 

------------------------------------


Margt var mallað og brasað,

og margt hér að höndum bar.

því ýmsa langað´í eitthvað

sem utan seilingar var.

Og ilmi af "Edens eplum"

oft fyrir vitin brá,

Já, sumu sem að hér gerðist

segjum við ALDREI frá.

 

En allir draumar enda

og eins var um þennan hér.

Þó æði ríkur af reynslu

hann reyndist mér og þér.

Héðan við fullorðin fórum

fram á lífsins veg.

Hér fengum við brot af því besta

bæði þú og ég.

 

Nú erum við komin aftur

öll á vinafund.

Enn á ný við eigum

hér eina sælustund.

Og ljúfar minningar lifa

þó lífið sé stundum "trist".

Aldrei gleymum við okkar

Eiðaskólavist.