EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

923407_10151683489186305_1531812937_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

DAGSKRÁ EIÐAGLEÐI 12. - 14. SEPT. 2014

Föstudagur

537202 10151683420786305 923766065 n

Kl. 21:00 - 23:00 Tónleikar með Trössunum og Kaffimolunum - nýtt og gamalt efni.

Kl. 23:00 Pöbbakvöld í hátíðarsalnum, Gréta ,,Dúkkulísa" Sigurjóns ásamt Kaffimolunum og fleiri Eiðapoppurum spila af fingrum fram.

 

Laugardagur

Kl. 09:00-10:00 Morgunverður

Kl. 10:00-12:00 Frjáls tími. Tilvalið fyrir árgangahópana að hittast.

Kl. 12:00 - 12:15 Setning hátíðar á svölunum á Útgarði (snúa út að plani).

Kl. 12:15-13:00 Óvænt uppákoma, gestir þurfa að ganga á hljóðið til að finna listakonurnar Kristínu Maríu Ingimarsdóttur myndlistarkonu, Kristínu Lárusdóttur sellóleikara og Esther Jökulsdóttur söngkonu sem bjóða upp á magnaða stund á ennþá magnaðri stað.

Kl. 13:00 - 14:00 Árganganemendur ´64, ´74, ´84 og ´94 stíga á stokk og sanna að þeir hafa engu gleymt!

     14:00-15:00 Tónlistardagskrá í hátíðarsalnum. Esther Jökuls, Charles Ross, Magni og Halldór Warén ásamt Bjössa Hall og Hafþóri Snjólfi. Flokkurinn flytur lög af þjóðlagacountry plötunni ,,Ekki bara fyrir börn".

Kl. 15:00-16:30 Hermanns Ní mót í íþróttasalnum í umsjón Jóa Gísla, Ómars Boga og Valgeirs Skúla. Haldið til heiðurs Hermanni Níelssyni f.v. íþróttakennara á Eiðum. Fyrrum nemendur hans spreyta sig m.a. í körfubolta og frjálsum og verið er að leita að fyrrum fimleikastjörnum frá Eiðum til að sýna gólfæfingar og trampólínstökk :)

Kl. 18:30 - 19:30 Kvöldverður

Kl. 20:30 - 21:30  ,,Dansaðu fyrir mig". Dansverk Eiðavinarins Ármanns Einarssonar sem hefur farið sigurför um landið og miðin. Brogan Davison tengdadóttir hans dansar með honum í verkinu en leikstjórn er í höndum sonar hans Péturs Ármannssonar.

Kl. 22:00- 24:00 Tónleikar í hátíðarsalnum - Nokkrar Eiðahljómsveitir sem ekki komust á Eiðagleði 2013 koma fram og hita upp fyrir ballið.

Kl. 24:00 Dansleikur - Danshljómsveit Friðjóns og Trassarnir halda uppi stuði fram á rauða nótt með aðstoð áhugasamra Eiðapoppara sem verða á svæðinu.

 

Sunnudagur

Kl. 09:00 - 10:30 Morgunverður

10:30 - 11:00 Messa með tónlistarívafi í Eiðakirkju. Séra Vigfús Ingvar prédikar.

Kl. 11:00-12:30 Dagskrá í hátíðarsalnum.

Tónlistaratriði,  Kristín Lárusdóttir leikur á selló.

 ,,Skólinn var heimili, frístundir- og félagslíf".  Hermann Níelsson heldur skemmtilegt og fræðandi erindi um félagslíf á Eiðum í gegnum tíðina.

 Tónlistaratriði - íbúar á Eiðum og nágrenni skapa saman fallega tónlistarstund.

 

Eiðagleði 2014 slitið formlega í hátíðarsalnum og að því loknu býður stjórnin öllum í kaffisamsæti í matsalnum.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR - STJÓRNIN.