EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

23897598_10211410520114453_920561999_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Fréttir af aðalfundi - ný stjórn Eiðavina

Aðalfundur Eiðavina var haldinn í gær og má segja með sanni að það hafi verið fámennt og góðmennt á fundinum en fundurinn fór fram á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni en fundarmenn voru einnig á skype á Egilsstöðum.

 

Formaður las skýrslu stjórnar en starfsemin var mjög blómleg á liðnu ári vegna afmælishátíðarinnar sem var afar fyrirferðarmikil í starfi stjórnar. Gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningum þar sem fram kom að tekjur aukast úr 690.000 í 3.140.000. Það skýrir þó ekki hagnað félagsins þar sem umsvif hátíðarinnar voru mjög mikil. Þótt hagnaður hafi ekki verið mikill var hann í fullu samræmi við áform stjórnar sem setti sér það meginmarkmið að hafa allt eins ódýrt og kostur var á í kringum hátíðina til þess eins að fá sem flesta Eiðavini á staðinn. Gróði var því ekki markmið. Ný stjórn var kosin á fundinum og þakkaði formaður Birni, Hlyni, Lilju og Steinu kærlega fyrir samstarfið og bauð nýja stjórn velkomna til starfa.

 

Bryndís Skúladóttir sem var endurkjörin formaður en aðrir í stjórn eru þau Ásgerður Ásgeirsdóttir og Jóhann G Gunnarsson sem sitja áfram í stjórn frá fyrra ári, en nýjir meðlimir eru Hlíf Herbjörnsdóttir, Kjartan Ólafsson, Nína Midjord Erlendsdóttir  og Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir. Hér má sjá myndir af nýrri stjórn.