EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

424053_10150612889105954_1272545760_n.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Eiðagleði

a salFullyrða má að tónlistarhátíðin Eiðagleði sem haldin var að Eiðum um liðna helgi í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá stofnun Eiðaskóla, hafi farið fram úr björtustu vonum stjórnar Eiðavina Mikil ánægja var meðal allra þeirra sem sóttu tónlistarhátíðina en gestir komu víða að, m.a. komu tveir erlendis frá og margir af höfuðborgarsvæðinu sem og af Austurlandi.  Eiðanemar, kennarar, starfsfólk og íbúar að Eiðum komu þar saman og skemmtu sér alveg eins og það hafði gert á Eiðum í gegnum tíðina. Mikil stemning skapaðist á svæðinu þar sem væntumþykja, virðing og gleði var allsráðandi.

Margt tónlistarfólk steig á stokk á Eiðum þessa helgi sem í sumum tilfellum hafði ekki spilað saman í hljómsveit síðan á Eiðum fyrir tugum ára. Viðurkenndir "eldri borgarar" voru skyndilega orðnir rokkarar aftur, gömlu taktarnir komu aftur fram og brosið fór ekki af andlitunum. Skemmtilegir smátónleikar eftir setningu hátíðarinnar í hádeginu á laugardaginn settu síðan svip sinn á ýmsa eftirminnilega staði á Eiðum eins og sundlaugina, verknámshúsið, kirkjuna og íþróttasalinn.

Hátíðardagskrá á sunnudagsmorgun setti hátíðlegan blæ á samkomuna svo ekki sé minnst á poppmessu sem var í kjölfar hennar, þar sem ekki óþekktari Eiðanemar en Jónas Sig, Magni og Esther Jökulsdóttir löðuðu fram fagra stund í tali og tónum í samspili við guðfræðinginn Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur og nafnana Hafþór Helgason og Guðjónsson sem léku undir með þeim. Það var ánægður en klökkur hópur sem renndi úr hlaði á Eiðum seinni part sunnudags.

Stjórn Eiðavina þakkar öllum sem tóku þátt í því að gera hátíðina að þeirri gleðihátíð sem hún varð, innilega fyrir sitt framlag; tónlistarfólki, hjálparhellum okkar bæði fyrir/eftir og á Eiðagleði og ekki síst gestum hátíðarinnar. ÁFRAM EIÐAVINIR.