EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd02.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Eiðafáninn aftur heim!

Eins og flestir vita fékk Menntaskólinn á Egilsstöðum tölvert af eigum Alþýðuskólans á Eiðum við lok skólahalds á Eiðum 1998. Þar á meðal var íslenski fáninn á útskornum fæti eftir hjónin á Miðhúsum og Eiðafáni á bláum grunni með emmunum þremur saumuðum á. Báðir þessir gripir voru endurgerðir eftir brunann á Eiðum 1960 er þeir brunnu inni ásamt ýmsum öðrum munum. Fánarnir voru fengnir að láni á afmælishátíðina í haust og prýddu þeir báðir hátíðarsalinn glæsilega, annar út á gólfi og hinn á vegg hægra megin við sviðið. Eftir hátíðina ákvað stjórn Eiðavina að falast eftir því við ME að eignast aftur Eiðafánann og sendi formaður þvi formlega beiðni til skólanefndar. Erindinu var vel tekið og kunnum við forráðamönnum ME bestu þakkir fyrir. Fáninn prýðir því að nýju veggi Eiðaskóla.

 

 

 Eiafninn