EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

424053_10150612889105954_1272545760_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Aðalfundur Eiðavina 2018

Aðalfundur Eiðavina verður haldinn laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00.

Fundarstaður: Austurvegur 5 Seyðisfirði 

 

Dagskrá

 

Almenn aðalfundarstörf:

1. Skýrsla formanns

2. Ársreikningar 2017

3. Kosning stjórnar

4. Önnur mál

 

Hvetjum Eiðavini til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um verkefni félagsins. 

 

Stjórnin. 

 

 

Ný stjórn Eiðavina 2017-18

Aðlfundur Eiðavina var haldinn að Eiðum 18. nóv. s.l. Við áttum ágætan fund í gamla skólanum okkar og tókum í leiðinni til hendinni í Sögustofunni. Það er nóg af spennandi verkefnum framundan hjá stjórn enda ákvað stjórnin öll sem leggur sig að halda áfram. Meðal verkefna er að halda áfram með uppbyggingu Sögustofu þar sem sú breyting hefur orðið á að sumargisting hefur verið opnuð í skólahúsnæðinu og gestir sækja í að skoða sögu skólans. Grímlaugur Björnsson sem situr í stjórn Eiðavina og býr á Eiðum er safnvörðurin okkar og má leita til hans til að fá að skoða Sögustofuna. Stjórnin er einnig að aðstoða við undirbúning við gerð heimildamyndar um Eiða og fleiri útgáfumál eru jafnvel í deiglunni. Stjórnin er jafnframt farin að undirbúa aldarafmæli skólans í okt. 2019.  

 

Stjórn Eiðavina 2017-2018 er þannig skipuð:

Bryndís Skúladóttir Seyðisfirði formaður

Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir Egilsstöðum gjaldkeri

Kjartan Ólafsson Reykjavík ritari

Bjarni Halldór Kristjánsson Hafnarfirði meðstjórnandi

Drífa Arnardóttir Vestmannaeyjum meðstjórnandi

Pétur Georg Guðmundsson Garðabæ varamaður

Grímlaugur Björnsson Eiðum varamaður

 

Mynd tekin af hluta stjórnar eftir aðalfund í nóv.

Fv. Bryndís, Kjartan, Grímlaugur, Sólveig.

Minningar úr héraðsskólunum.

Kæru Eiðavinir.

Hér er kjörið tækifæri til að rifja upp skólaárin á Eiðum. Það er t.d. alveg gráupplagt að setjast niður í jólafríinu og pára eitthvað niður um þennan skemmtilega tíma :) Góða skemmtun! 

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá um minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu á frásögnum fyrrverandi nemenda og er því fyrst og fremst verið leita eftir minningum fólks.

Spurningaskráin er hluti af þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands sem staðið hefur óslitið síðan 1960. Spurt er um hefðir, félagslíf, ýmisleg samskipti við aðra nemendur og starfsfólk skólans, kennslu, nám, frístundir, tengsl við fjölskyldu og heimili o.fl.

Þjóðminjasafnið leitar eftir heimildarmönnum sem vilja svara þessari spurningaskrá. Hægt er að velja um að svara beint á netinu eða í ritvinnsluskjali (Word).

Hér er tengill á spurningaskrána:http://sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID=1745729.

Afrakstur söfnunarinnar verður gerður öllum aðgengilegur í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi eða sarpur.is, nema að annað sé tekið fram.

Aldarafmæli Alþýðuskólans

Kæru Eiðavinir.

Þann 20. október árið 1919 var Alþýðuskólinn á Eiðum settur í fyrsta sinn sem þýðir að eftir tvö ár verður ein öld liðin frá þeim merka viðburði. Hefur stjórn Eiðavina ákveðið að minnast þessara tímamóta á veglegan hátt í gamla skólanum okkar á Eiðum og sýna skólanum þannig þann virðingarvott sem honum ber. Stefnt er á afmælishátíð helgina 19. - 20. október 2019 þegar nákvæmlega ein öld er liðin frá fyrstu skólasetningu.

Ánægjulegt er að greina frá því að stjórnin hefur á þessu ári átt í samstarfi við aðila sem hafa hug á að gera heimildamynd um Eiða. Stjórn Eiðavina styður heilshugar þetta framtak og mun aðstoða við þetta spennandi verkefni á ýmsan hátt. Stefnt er að því að frumsýna myndina á afmælishátíðinni.

Stjórnin hvetur alla Eiðavini til að taka frá þessa helgi eftir tvö ár.

Ný stjórn Eiðavina.

Aðalfundur Eiðavina var haldinn að Eiðum 10. okt. s.l. í fögru haustveðri....

 

Stjórnarkjör fór fram og

Lesa meira.....

Sumarkveðja til Eiðavina

Stjórn Eiðavina óskar öllum Eiðavinum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.

Í tilefni sumarkomu er gaman að krydda síðuna okkar með ljúffengum krásum úr fórum þeirra sem gengu menntaveginn á Eiðum. Einn af þeim sem skilur mikla gullnámu eftir sig er skáldið og Bakkfirðingurinn Kristján frá Djúpalæk sem var á Eiðum 1936-37 þá tvítugur að aldri. Á Eiðum kynntist Kristján Unni Friðbjarnardóttur ungri heimsætu úr Hörgárdal sem hann kvæntist og bjó með til dauðadags. Kristján hrósaði alla tíð kennslu og handleiðslu Jakobs Kristinssonar skólastjóra á Eiðum meðan hann var þar við nám.

Kristján þótti....

Lesa meira.....