Sælir kæru Eiðavinir.
Stjórnin hefur ákveðið að hætta við samkomu á Eiðum um helgina vegna slakrar þátttöku. Aðalfundurinn verður þó að sjálfsögðu á sínum stað og hvetjum við sem flesta til að mæta á fund, taka þátt í umræðum og gæða sér á heimabökuðu bakkelsi stjórnarmeðlima.
Þrátt fyrir að víðavangshlaupið hafi verið flautað af ætlar formaðurinn að skokka hringinn kringum Húsatjörn eftir fundinn til minningar um Hermann Níelsson f.v. íþróttakennara sem lést fyrr á árinu. Einnig mun Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur verða minnst á táknrænan hátt við Húsatjörnina, en hún lést 5. okt. sl. Ússa, eins og hún var alltaf kölluð, var mikill náttúruunnandi og var nemandi á Eiðum í tíð Hermanns en bæði þurftu þau að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini eftir erfiða baráttu.
Allir velkomnir að taka þátt í minningaskokkinu!
Stjórnin.