EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

428233_10150612889265954_2026025173_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Ný stjórn Eiðavina 2017-18

Aðlfundur Eiðavina var haldinn að Eiðum 18. nóv. s.l. Við áttum ágætan fund í gamla skólanum okkar og tókum í leiðinni til hendinni í Sögustofunni. Það er nóg af spennandi verkefnum framundan hjá stjórn enda ákvað stjórnin öll sem leggur sig að halda áfram. Meðal verkefna er að halda áfram með uppbyggingu Sögustofu þar sem sú breyting hefur orðið á að sumargisting hefur verið opnuð í skólahúsnæðinu og gestir sækja í að skoða sögu skólans. Grímlaugur Björnsson sem situr í stjórn Eiðavina og býr á Eiðum er safnvörðurin okkar og má leita til hans til að fá að skoða Sögustofuna. Stjórnin er einnig að aðstoða við undirbúning við gerð heimildamyndar um Eiða og fleiri útgáfumál eru jafnvel í deiglunni. Stjórnin er jafnframt farin að undirbúa aldarafmæli skólans í okt. 2019.  

 

Stjórn Eiðavina 2017-2018 er þannig skipuð:

Bryndís Skúladóttir Seyðisfirði formaður

Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir Egilsstöðum gjaldkeri

Kjartan Ólafsson Reykjavík ritari

Bjarni Halldór Kristjánsson Hafnarfirði meðstjórnandi

Drífa Arnardóttir Vestmannaeyjum meðstjórnandi

Pétur Georg Guðmundsson Garðabæ varamaður

Grímlaugur Björnsson Eiðum varamaður

 

Mynd tekin af hluta stjórnar eftir aðalfund í nóv.

Fv. Bryndís, Kjartan, Grímlaugur, Sólveig.