EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

419205_10150612888725954_941187074_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Eiðavina

Ný stjórn Eiðavina hélt sinn fyrsta fund í kvöld og byrjaði stjórn á að skipta með sér verkum sem er svofarandi: Formaður Bryndís Skúladóttir, gjaldkeri Ásgerður Ásgeirsdóttir, ritari Jóhann G. Gunnarsson, meðstjórnendur Hlíf Herbjörnsdóttir og Kjartan Ólafsson, varamenn Nína Erlendsdóttir og Sólveig Stefánsdóttir.

 

Stjórnin skipti með sér fleiri verkum þar sem hver og einn tók að sér ákveðin verkefni til að sinna fyrir Eiðagleði í haust - allir með bros á vör og tilhlökkun í huga. Skreytingar, skráning, auglýsingar, dagskrá helgarinnar, veitingar, gisting og fullt af skemmtilegum símtölum við listafólk fra Eiðaárum og aðra Eiðavini eru m.a. á listanum. Bara skemmtilegt framundan hjá okkur og við hlökkum til að fá ykkur í Eiða í haust. Rafrænn skráningarseðill verður sendur út um 10. júlí og dagskrá helgarinnar birt um svipað leyti.

 

 Eiafninn