EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

424053_10150612889105954_1272545760_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Ný stjórn Eiðavina.

Aðalfundur Eiðavina var haldinn að Eiðum 10. okt. s.l. í fögru haustveðri....

 

Stjórnarkjör fór fram og

var Bryndís Skúladóttir endurkjörin formaður en aðrir í stjórn eru Ásgerður Ásgeirsdóttir, Grímlaugur Björnsson, Hlíf Herbjörnsdóttir, Jóhann G. Gunnarsson, Kjartan Ólafsson og Sólveig Stefánsdóttir. Nína Erlendsdóttir hætti í stjórn en Grímlaugur er nýr og bjóðum við hann innilega velkominn í hópinn. Stjórn mun skipta með sér verkum á næsta fundi. Fámennt en góðmennt var á fundinum sem nýttist vel í umræður og ákvarðanatöku. Fundargerð mun koma fljótlega hér inn.  

Stjórn Eiðavina 2015 - 2016. F.v. Grímlaugur Björnsson, Sólveig Stefánsdóttir, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Bryndís Skúladóttir og Hlíf Herbjörnsdóttir. Á myndina vantar Jóhann G. Gunnarsson og Kjartan Ólafsson.