Kæru Eiðavinir.
Þann 20. október árið 1919 var Alþýðuskólinn á Eiðum settur í fyrsta sinn sem þýðir að eftir tvö ár verður ein öld liðin frá þeim merka viðburði. Hefur stjórn Eiðavina ákveðið að minnast þessara tímamóta á veglegan hátt í gamla skólanum okkar á Eiðum og sýna skólanum þannig þann virðingarvott sem honum ber. Stefnt er á afmælishátíð helgina 19. - 20. október 2019 þegar nákvæmlega ein öld er liðin frá fyrstu skólasetningu.
Ánægjulegt er að greina frá því að stjórnin hefur á þessu ári átt í samstarfi við aðila sem hafa hug á að gera heimildamynd um Eiða. Stjórn Eiðavina styður heilshugar þetta framtak og mun aðstoða við þetta spennandi verkefni á ýmsan hátt. Stefnt er að því að frumsýna myndina á afmælishátíðinni.
Stjórnin hvetur alla Eiðavini til að taka frá þessa helgi eftir tvö ár.