Aðalfundur Eiðavina var haldinn að Eiðum 10. okt. s.l. í fögru haustveðri....
Stjórnarkjör fór fram og
Sælir kæru Eiðavinir.
Stjórnin hefur ákveðið að hætta við samkomu á Eiðum um helgina vegna slakrar þátttöku. Aðalfundurinn verður þó að sjálfsögðu á sínum stað og hvetjum við sem flesta til að mæta á fund, taka þátt í umræðum og gæða sér á heimabökuðu bakkelsi stjórnarmeðlima.
Þrátt fyrir að víðavangshlaupið hafi verið flautað af ætlar formaðurinn að skokka hringinn kringum Húsatjörn eftir fundinn til minningar um Hermann Níelsson f.v. íþróttakennara sem lést fyrr á árinu. Einnig mun Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur verða minnst á táknrænan hátt við Húsatjörnina, en hún lést 5. okt. sl. Ússa, eins og hún var alltaf kölluð, var mikill náttúruunnandi og var nemandi á Eiðum í tíð Hermanns en bæði þurftu þau að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini eftir erfiða baráttu.
Allir velkomnir að taka þátt í minningaskokkinu!
Stjórnin.
EIÐAGLEÐI 2015
Þá er komið að hinni árlegu gleði Eiðavina - takið 10. okt. frá hið allra fyrsta og mætið í gamla skólann ykkar og gerið ykkur glaðan dag. Aðalfundur verður kl. 14:00 og þá tekur við víðavangshlaup og lítið körfuboltamót til minningar um Hermann Níelsson. Hvetjum skokkara og körfuboltasnillinga að mæta í Eiða og taka þátt í þessu litla minningarmóti og heiðra þannig minningu hins einstaka íþróttakennara. Matur, partý og ball um kvöldið, barinn opinn....sjá nánar auglýsingu.
Aðalfundi Eiðavina sem áætlaður var föstudaginn 8. maí verður frestað fram í júní. Nánar auglýst síðar. Stjórnin.
.
Hér fer af stað nýr þáttur á síðunni er nefnist Eiðaminning sem stjórn ákvað fyrir nokkru að setja á laggirnar. Eitt af markmiðum stjórnar er að minna á sögu staðarins og efla tengsl og samstarf Eiðavina og vonum við að þessi nýji þáttur hér á síðunni eigi eftir að færa okkur margar minningarnar frá Eiðum og um leið að efla kynni og samskipti Eiðavina. Emil Skúlason frá Borgarfirði eystra og f.v. formaður Eiðavina ríður á vaðið í þessum leik.
Stjórn Eiðavina óskar öllum Eiðavinum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.
Í tilefni sumarkomu er gaman að krydda síðuna okkar með ljúffengum krásum úr fórum þeirra sem gengu menntaveginn á Eiðum. Einn af þeim sem skilur mikla gullnámu eftir sig er skáldið og Bakkfirðingurinn Kristján frá Djúpalæk sem var á Eiðum 1936-37 þá tvítugur að aldri. Á Eiðum kynntist Kristján Unni Friðbjarnardóttur ungri heimsætu úr Hörgárdal sem hann kvæntist og bjó með til dauðadags. Kristján hrósaði alla tíð kennslu og handleiðslu Jakobs Kristinssonar skólastjóra á Eiðum meðan hann var þar við nám.
Kristján þótti....