EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

419400_10150612891830954_88343870_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Tilkynning

Hermann Níelsson f.v. íþróttakennari á Eiðum lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 21. janúar. Hermann barðist við krabbamein í höfði megnið af síðasta ári sem varð að lokum banamein hans.

Hermann hafði hlakkað mikið til að koma í Eiða s.l. haust og flytja þar fyrirlestur um íþróttir og félagslíf í Eiðaskóla en þurfti að hætta við vegna veikinda sinna. Lítill hópur Eiðavina heimsótti Hermann á Landspítalann í haust og færði honum kveðjur, minningabrot en ekki síst hvatningarorð frá Eiðavinum sem hópurinn hafði safnað saman fyrir heimsóknina. Það var greinilegt hve Hermanni fannst mikið til um þessar kveðjur því hann bar mikinn hlýhug til Eiða og fyrrum nemenda skólans. 
Eins og flestir Eiðavinir vita var Hermann ötull talsmaður þeirra hugsjóna að nota íþróttirnar til að búa til betra samfélag fyrir komandi kynslóðar. Hafði hann mikil áhrif á uppeldi austfirskar æsku um árabil bæði sem íþróttakennari á Eiðum og sem formaður UÍA til margra ára. 
Stjórn Eiðavina sem og Eiðavinir allir votta aðstandendum Hermanns dýpstu samúð.

Minningarathöfn um Hermann verður haldin fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16.00 í Bústaðakirkju . Hermann verður jarðsettur á Ísafirði 14. feb. kl. 15:00.