EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd03.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Jólakveðja 2017

Óskum öllum Eiðavinum gleðilegra jóla og alls hins besta á nýju ári.

Þökkum ykkur ánægjuleg samskipti og samstarf á liðnu ári. 

Stjórn Eiðavina

Bryndís, Solla, Kjartan, Drífa, Halli, Pétur Georg og Grímlaugur. 

 

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Eiðavina 2017

verður haldinn í Sögustofunni á Eiðum laugardaginn 18. nóv. kl. 14:00

 

Dagskrá:

Almenn aðalfundarstörf.

1. Skýrsla formanns.

2. Ársreikningar 2016.

 Kaffihlé

3. Kosning stjórnar og skoðunarmanna. 

4. Önnur mál.

 Hvetjum alla til að mæta á fundinn og ræða hvaðeina sem snertir málefni Eiðavina.

 Stjórnin.

 

 

 

 

Aðalfundur Eiðavina 2016

Aðalfundur Eiðavina verður haldinn í Sögustofunni á Eiðum laugadaginn 19.nóv.2016 kl.14:00.

Dagskrá:

1. Almenn aðalfundarstöf -

          - Skýrsla formanns.

          - Ársreikningar 2015.

Kaffihlé.

2. Kosning stjórnar.

3. Önnur mál.

Hvetjum Eiðavini til að mæta á fundinn og ræða hvaðeina sem snertir málefni fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum.

MMM     Stjórnin.

 

Hætt við Eiðagleði - en aðalfundur laugardag 10. okt. kl. 14

Sælir kæru Eiðavinir.

Stjórnin hefur ákveðið að hætta við samkomu á Eiðum um helgina vegna slakrar þátttöku. Aðalfundurinn verður þó að sjálfsögðu á sínum stað og hvetjum við sem flesta til að mæta á fund, taka þátt í umræðum og gæða sér á heimabökuðu bakkelsi stjórnarmeðlima.

Þrátt fyrir að víðavangshlaupið hafi verið flautað af ætlar formaðurinn að skokka hringinn kringum Húsatjörn eftir fundinn til minningar um Hermann Níelsson f.v. íþróttakennara sem lést fyrr á árinu. Einnig mun Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur verða minnst á táknrænan hátt við Húsatjörnina, en hún lést 5. okt. sl. Ússa, eins og hún var alltaf kölluð, var mikill náttúruunnandi og var nemandi á Eiðum í tíð Hermanns en bæði þurftu þau að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini eftir erfiða baráttu.

Allir velkomnir að taka þátt í minningaskokkinu!

Stjórnin.

EIÐAGLEÐI 2015

 

EIÐAGLEÐI 2015 

 

Þá er komið að hinni árlegu gleði Eiðavina - takið 10. okt. frá hið allra fyrsta og mætið í gamla skólann ykkar og gerið ykkur glaðan dag. Aðalfundur verður kl. 14:00 og þá tekur við víðavangshlaup og lítið körfuboltamót til minningar um Hermann Níelsson. Hvetjum skokkara og körfuboltasnillinga að mæta í Eiða og taka þátt í þessu litla minningarmóti og heiðra þannig minningu hins einstaka íþróttakennara. Matur, partý og ball um kvöldið, barinn opinn....sjá nánar auglýsingu.

 

 

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Eiðavina sem áætlaður var föstudaginn 8. maí verður frestað fram í júní. Nánar auglýst síðar. Stjórnin.

 

             .

MARZINN 20. mars

 
Allir Eiðavinir muna eftir Marzinum á Eiðum en nú er komið að því að flytja Marzinn í borgina (Players Kópavogi). Viðburðurinn sem verður 20. mars n.k. er viðleitni stjórnar Eiðavina til að koma til móts við þann fjölda Eiðavina sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Húsið opnar kl 19:00, hægt er að panta mat, sjá matseðil hér á síðunni og smáréttamatseðil á Players Kópavogi á fb. Góð tilboð verða á barnum fram á nótt.
Dansleikur kl. 11:00. Popparar úr hljómsveitum frá Eiðum halda uppi stuði fram á nótt m.a. Kaffimolum, Pax, Þema, Fásinnu, Pílatus, Canabis og Lucifer.
Eiðanemar hafa alltaf kunnað að skemmta sér og nú er kjörið tækifæri til að taka ærlega á því. Aðgangseyrir kr. 2.500. Hlökkum ekkert smá til að sjá þig !
Sjáumst í stuði. Stjórnin
 
INNLEGG

Tilkynning

Hermann Níelsson f.v. íþróttakennari á Eiðum lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 21. janúar. Hermann barðist við krabbamein í höfði megnið af síðasta ári sem varð að lokum banamein hans.

Lesa meira.....