EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

59170_10201410827747116_1724405545_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Upplýsingar um helgina.

Kæru Eiðavinir. 

 

Eins og fram hefur komið styttum við dagskrá helgarinnar vegna dræmrar skráningar en ætlum engu að síður að skemmta okkur ærlega á þeim stutta tíma sem okkur er skammtaður á Eiðum þessa helgi :)

Lesa meira.....

EIÐAGLEÐI 2014 12.-14. SEPT.

Sælir kæru Eiðavinir.

Heimasíðan hefur verið ansi dauf s.l. mánuði vegna anna umsjónarmanns síðunnar en nú verður reynt að bæta úr því. Framundan er heilmikil dagskrá hjá stjórn Eiðavina, aðalfundur verður n.k. þriðjudag þar sem fjórir stjórnarmenn kveðja og jafnmargir nýjir stjórnarmenn taka við. Eins og fram kemur í auglýsingu hér á síðunni er fundurinn í borginni þetta árið og ég hvet Eiðavini til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starfsemina.

Lesa meira.....

AÐALFUNDUR EIÐAVINA

Aðalfundur Eiðavina verður haldinn þriðjudaginn 10. júní 2014 kl. 20:00.

Þetta árið verður hann haldinn á höfuðborgarsvæðinu, að Melabraut 14 á Seltjarnarnesi. 

Lesa meira.....

EIÐAGLEÐI 2014

TILKYNNING - EIÐAGLEÐI 2014

Vegna eindreginna óska Eiðavina ákvað stjórnin að gera tilraun með að halda samkomu á Eiðum um miðjan sept. ár hvert. Eiðagleði skal hún heita og kennt við það ár sem hún er haldin. EIÐAGLEÐI 2014 verður haldin helgina 12. - 14. sept. n.k. og hvetjum við Eiðavini til að taka helgina frá nú þegar.

Lesa meira.....

Kaffihúsakvöld Eiðavina

Minnum Eiðavini á kaffihusakvöld á Kringlukránni í Reykjavík, Kaffi Ilm á Akureyri og í Sögustofunni á Eiðum næsta miðvikudag 4. des. kl. 20. Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið og soga að sér smá Eiðaanda fyrir jólin. Vekjum athygli á frábærum jólagjöfum til Eiðavina sem eru til sölu hjá stjórn og a Sögustofunni.... Eiðabolir, pennar, barmmerki ásamt bókum og blöðum um Eiða (sjá nánar á Til sölu á heimasíðu).

 

kaffihsakvld

 

 

Kaffihúsakvöld á Eiðum

Þá er komið að því að austfjarðadeild Eiðavina blási til kaffihúsakvölds, við getum ekki verið eftirbátar suður- og norðurlandsdeildanna sem hittast fyrsta miðvikudagskvöld í hverjum mánuði í Reykjavík og Akureyri. Stjórn Eiðavina býður til fyrsta hittings á Sögustofunni fimmtudagskvöldið 7. nóv. kl. 20. Sögustofan mun þjóna hlutverki menningarkaffihúss það kvöldið þar sem gamlir Eiðanemar munu suppla kaffi innan um sögugersemarnar sem þarna eru.....og hver veit nema tónlist muni hljóma um svæðið??? Þetta kvöld verður nánar rætt um hvaða dagar og staður henta hópnum best fyrir kafffihúsakvöld í vetur. Hvetjum alla Eiðanema á Austurlandi að mæta í Sögustofuna á Eiðum á fimmtudaginn. 

Eiðavinir hittast á Kringlukránni

Miðvikudaginn 2. október munu Eiðavinir hittast kl. 20:00 á Kringlukránni og mun nýafstaðin Eiðagleði eflaust bera þar eitthvað á góma. Stefnt er að því að Eiðavinir hittist á Kringlukránni kl. 20:00 fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði í vetur til að eiga saman skemmtilegar stundir. Í fyrra hittust Eiðavinir á Café Mílanó en þar mun verða lokað kl. 18:00 í vetur og því var ákveðið að hittast á Kringlukránni í vetur. Stjórn Eiðavina hvetur Eiðavini á öllum aldri til að taka þátt í þessum mánaðarlega hitting á Kringlukránni og eiga þar saman góðar stundir. Ýmis Eiðavarningur verður til sölu á þessum kvöldum s.s. Eiðabolir, pennar og barmmerki með MMM merkinu. 

 

 


Sláttur

FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 12.sept = SLÁTTUR


3-5 Sláttuorf klár, þó ekki búið að manna þau.
Enn laust fyrir þá sem vilja leggja leggja hönd á orf og til að hirða.
4 einstaklingar nú þegar tilbúnir, vantar svona 4 til viðbótar. Einhverjir sjálfboðaliðar, Einhverjar tilnefningar???