EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

417678_10150612891575954_1000650793_n.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Upplýsingar um helgina.

Kæru Eiðavinir. 

 

Eins og fram hefur komið styttum við dagskrá helgarinnar vegna dræmrar skráningar en ætlum engu að síður að skemmta okkur ærlega á þeim stutta tíma sem okkur er skammtaður á Eiðum þessa helgi :)

Herlegheitin hefjast er hátíðarsalurinn opnar kl. 20:00 á laugardagskvöldið og mun pöbbastemning svífa yfir fyrstu klukkustundirnar allt þar til Danshljómsveit Friðjóns tekur til við að leika fyrir dansi. Að auki kemur fram gestahljómsveitin Thule 2,5 sem spilaði á Eiðum upp úr 1970. Við Rúnar Þór talsmaður Trassa-bræðings ákváðum að þeir frestuðu för sinni þar til næst er Eiðavinir væru ákveðnir í að fjölmenna á samkomu. Friðjón og co munu fara létt með að halda uppi góðri stemningu á ballinu, enda þaulvanir. 

 

Minnum á tónlistarmessu kl. 11 á sunnudag og tónlistardagskrá heimamanna í kjölfarið. Kaffi og vöfflur í boði eftir dagskrá áður en allir halda til síns heima. 

 

Kr. 2000 á laugardag (pöbbakvöld og ball)

Kr. 2000 á sunnudag (tónlistardagskrá og vöfflukaffi)

 

Gisting og morgunverður kr. 5.500 á mann

 

Bjóðum upp á morgunverð á sunnudag kl. 09:00 - 10:00 á kr 1500

Gisting í óuppbúnu rúmi kr. 4000 á mann (2ja manna herbergi)

 

MUNIÐ: Þeir sem ætla að gista verða að hafa með sér sængurver, koddaver og lak eins og í gamla daga þegar þeir komu í Eiða. Sæng og koddi til staðar á Eiðum í þetta sinn :)

 

Það verður náttúrlega bæði bar og sjoppa á staðnum þar sem við munum m.a. selja samlokur, gos og minjagripi tengda Eiðum. 

 

Stjórnin hlakkar mjög til að taka á móti ykkur. 

 

Verið innilega velkomin.