EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd02.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Kaffihúsakvöld á Eiðum

Þá er komið að því að austfjarðadeild Eiðavina blási til kaffihúsakvölds, við getum ekki verið eftirbátar suður- og norðurlandsdeildanna sem hittast fyrsta miðvikudagskvöld í hverjum mánuði í Reykjavík og Akureyri. Stjórn Eiðavina býður til fyrsta hittings á Sögustofunni fimmtudagskvöldið 7. nóv. kl. 20. Sögustofan mun þjóna hlutverki menningarkaffihúss það kvöldið þar sem gamlir Eiðanemar munu suppla kaffi innan um sögugersemarnar sem þarna eru.....og hver veit nema tónlist muni hljóma um svæðið??? Þetta kvöld verður nánar rætt um hvaða dagar og staður henta hópnum best fyrir kafffihúsakvöld í vetur. Hvetjum alla Eiðanema á Austurlandi að mæta í Sögustofuna á Eiðum á fimmtudaginn.