EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd02.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Eiðavinir hittast á Kringlukránni

Miðvikudaginn 2. október munu Eiðavinir hittast kl. 20:00 á Kringlukránni og mun nýafstaðin Eiðagleði eflaust bera þar eitthvað á góma. Stefnt er að því að Eiðavinir hittist á Kringlukránni kl. 20:00 fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði í vetur til að eiga saman skemmtilegar stundir. Í fyrra hittust Eiðavinir á Café Mílanó en þar mun verða lokað kl. 18:00 í vetur og því var ákveðið að hittast á Kringlukránni í vetur. Stjórn Eiðavina hvetur Eiðavini á öllum aldri til að taka þátt í þessum mánaðarlega hitting á Kringlukránni og eiga þar saman góðar stundir. Ýmis Eiðavarningur verður til sölu á þessum kvöldum s.s. Eiðabolir, pennar og barmmerki með MMM merkinu.