EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd02.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

EIÐAGLEÐI 2014 12.-14. SEPT.

Sælir kæru Eiðavinir.

Heimasíðan hefur verið ansi dauf s.l. mánuði vegna anna umsjónarmanns síðunnar en nú verður reynt að bæta úr því. Framundan er heilmikil dagskrá hjá stjórn Eiðavina, aðalfundur verður n.k. þriðjudag þar sem fjórir stjórnarmenn kveðja og jafnmargir nýjir stjórnarmenn taka við. Eins og fram kemur í auglýsingu hér á síðunni er fundurinn í borginni þetta árið og ég hvet Eiðavini til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starfsemina.

Eftir aðalfundinn tekur við skemmtilegur undirbúningstími nýrrar stjórnar við að skipuleggja EIÐAGLEÐI 2014 sem verður á Eiðum 12. - 14. sept. Ég get lofað ykkur fjölbreyttri menningardagskrá að hætti Eiðavina í bland við frjálsar stundir með gömlum skólafélögum. Tónlist, myndlist, dans, fyrirlestur og íþróttamót er m.a. á dagskránni auk þeirra gleðistunda sem Eiðavinir skapa sjálfir í umhverfinu. Fylgist vel með hér á heimasíðunni og facebook því dagskráin mun líta dagsins ljós á næstu vikum og nú verður skráning á EIÐAGLEÐI rafræn í ár. Einnig verður hægt að skrá sig gegnum tölvupóst og síma. Skráning fer af stað um leið og stjórnin verður búin að ganga frá öllu varðandi kostnað og komin með verð á gistingu og mat.

Það er aðeins eitt sem þið þurfið að gera NÚNA kæru vinir - takið frá helgina 12. - 14. sept.

 F.h . stjórnar. Bryndís Skúla formaður Eiðavina