Lolli ( Þorleifur Arnarson frá Húsey ) skoraði á mig að segja frá mér og lífinu eftir Eiða og láta fylgja með minningarbrot frá verunni þar.
Uppruni
Fæddur á Egilsstöðum 16 Apríl 1969. Fyrstu 5 árin ólst ég upp í Klausturseli á Jökudal, en flutti til Eskifjarðar 1974 og ólst þar upp. Foreldrar mínir komu úr nágrannasveitnunum Jökuldalshreppi og Jökulsárhlíð, faðir minn Hrafnkell Jónsson frá Klausturseli og Sigríður Ingimarsdóttir frá Skriðufelli í Jökulsárhlíð. Pabbi lést 2007, en móðir mín býr á Egilsstöðum. Ég á eina systur Fjola Hrafnkelsdottir sem er búsett á Egilsstöðum. Ég er giftur Kristbjörg Jónasdóttir og saman eigum við þrjú börn, Töru Ösp (26 ára) , Emblu Ósk (17 ára ) og Hrafnkel Ísar ( 13 ára ). Eigum svo barnabarn á 4 ári hana Ísold Birtu.
Auk jökuldalsins og Eskifjarðar, þá hef ég búið á Hornafirði, Reykjavík, Hafnarfirði, Egilsstöðum, Bothell(Seattle) og bý núna í Redmond (Seattle )
Af hverju Eiðar?
Þegar velja átti framhaldsskóla
15. júní 2015
Jæja þetta hafðist að lokum. Hér kemur ævisagan í mjög grófum dráttum góðir Eiðavinir.
Fyrst smávegis um árin á undan Eiðum.
Ég er fæddur í Júlí 1968 á Egilsstöðum. Fyrstu árin bjó ég þar en flutti síðan 1971 með foreldrum mínum Erni Þorleifssyni og Elsa Þorbjörg Árnadóttir ásamt systrum mínum Árný Vaka Jónsdóttir og Anna Aðalheiður Arnardóttir út í Húsey í Tunguhreppi á úthéraði þar sem einn bróðir Hjálmar Örn Arnarson bættist í systkinahópinn. Í Húsey stunduðum við mest sauðfjárbúskap og hlunnindaveiðar á sel og fisk. Einnig voru hlunnindi af rekavið sem við nýttum. Barnaskóla sótti ég á Hallfreðarstöðum í Tungu og síðan Brúarási í Jökulsárhlíð. Eftir að ég flutti að heiman slitu foreldrar mínir samvistum og eignaðist ég tvö yngri hálfsystkini, Örn Arnarson og Arneyju Ó Arnardóttur og búa þau í Húsey ásamt föður mínum og hanns konu Laufeyju Ólafsdóttur. Móðir mín flutti á Hellu og giftist þar Jóhanni Bjarnasyni, sem því miður lést mjög skyndilega síðastliðinn vetur.
Ég var á Eiðum 1983 til 1986, samtals þrjá vetur. Á Eiðum var margt brallað og
Biðst velvirðingar á hve seint ég bregst við en loks lyfti ég höndum á lyklaborð til að verða við áskorun frá aldavini mínum Emil Skúlasyni, sem er einn af þessum fjalltraustu vinum sem dvölin í Eiðaskóla færði mér. Hann gaf mér leyfi til að hefna mín á sér fyrir að hafa skorað á mig, með einhverri pínlegri frásögn, en hann sleppur, því atburðurinn sem mér kom í hug gerðist á Útgarði á fyrri vetri mínum á Eiðum. Þá var Emil og fleiri góðvinir mínir í góðu yfirlæti á nýju vistinni Miklagarði og einungis 9. bekkingar sem koma þar við sögu. Ég segi söguna eftir besta minni og þó skáldagyðjan fái að vera á hliðarlínunni er sagan í meginatriðum á þessa leið:
Ógn og skelfing á Útgarði
Það var drungalegt kvöld á
Hér fer af stað nýr þáttur á síðunni er nefnist Eiðaminning sem stjórn ákvað fyrir nokkru að setja á laggirnar. Eitt af markmiðum stjórnar er að minna á sögu staðarins og efla tengsl og samstarf Eiðavina og vonum við að þessi nýji þáttur hér á síðunni eigi eftir að færa okkur margar minningarnar frá Eiðum og um leið að efla kynni og samskipti Eiðavina. Emil Skúlason frá Borgarfirði eystra og f.v. formaður Eiðavina ríður á vaðið í þessum leik.
Ósk barst um að birta hér ljóð frá Eiðavinum sem flutt var í minningarathöfn Hermanns Níelssonar í Bústaðakirkju í gær. Ljóðið er þannig til komið að formaður var að reyna að setja saman minningarorð f.h. Eiðavina og fannst erfitt að finna réttu orðin fyrir svo stóran hóp. Þá datt mér í hug að nota minningarorðin frá ,,ykkur" Eiðavinum sjálfum sem ég fékk send í tölvupósti og eins það sem þið settuð inn á fb undir andlátsfregninni. Ég valdi úr áhrifaríkustu orðin, gafst upp á að setja þau saman sjálf og sendi þau á snillinginn og Eiðavininn Hannes Sigurðsson, þar sem ég vissi að úr því kæmi eitthvað verulega fallegt. Þeir sem sendu samúðarkveðju geta margir hverjir fundið orð sín fléttuð hér inn í ljóð Hannesar. Við þökkum Hannesi kærlega fyrir hans fallega ljóð sem verður einnig flutt við jarðarför Hermanns á Ísafirði og birt sem minningargrein í Morgunblaðinu.
Á Eiðum
Menn gengu undir göfugu merki
gjöfull var hugurinn þá.
Samhugur sýndur í verki
saga okkar greinir því frá.
Eiðabragur
Nú hátíð fer að höndum
við höldum í Eiðastað.
Með æskublik í augum
við örkum brosand´í hlað.
Við sjáum vinina sælu
safnast í eina hjörð,
úr hverju krummaskuði
frá Kongó á Vopnafjörð.
Eiðar 2013
Hér klappar enginn lengur
þótt brotni glas í matsalnum
og jafnvel ekki heldur
þótt fullur matardiskur fari í þúsund mola.