EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd03.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Eiðaskáld - Ásgrímur Ingi Arngrímsson

Eiðar 2013

 

Hér klappar enginn lengur

þótt brotni glas í matsalnum

og jafnvel ekki heldur

þótt fullur matardiskur fari í þúsund mola.

 

Hér á enginn lengur 16 ára afmæli

og þaðan af síður roðnar hann oní tær

og óskar þess að hann væri ósýnilegur

þegar á annað hundrað manns

syngja hástöfum í matsalnum

hún er heppin í dag! um stelpuna

sem hann þorir ekki einu sinni að tala við.

 

Hér eldist semsagt enginn lengur,

enginn þroskast, enginn hlær, enginn grætur.

Hér verður eiginlega bara enginn að manni lengur.

 

Hér vakir að minnsta kosti enginn strákur lengur

langt fram á nótt til að geta hlaupið á milli vista.

Það væri líka eitthvað svo tilgangslaust núna

þegar engin stelpa er hér lengur

til þess í það minnsta

að hleypa honum inn um gluggann.

Svo er auðvitað enginn kennari á vakt lengur

svo öll hlaup eru hálf heimskuleg

og ekkert því til fyrirstöðu í sjálfu sér

að fara þetta bara að degi til.

 

En það er nú samt svo skrítið

að þrátt fyrir allt þetta ekkert

iðar í raun hér allt af lífi.

 

Því á hverjum einasta degi

eru meira en 100 manneskjur

og kannski miklu, miklu fleiri

hér á Eiðum...

 

í huganum.