EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

mynd02.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Eiðaskáld - Ingunn Snædal

Ort í tilefni Eiðagleði 

Eins og ég man það

Í lífstrénu eru sumar greinarnar grænni en aðrar

og sums staðar hellist gróskan yfir eins og hlýtt teppi

hér fæddust allar sterkustu tilfinningarnar mínar

og hérna urðu þær eftir

heitasta ástin

mest hjartanístandi sorgin

albestu vinirnir

þannig man ég það

Lesa meira.....

Bloggið hans Magga á Garði

Manntak - mannvit - manngöfgi

Þessi þrjú orð eru einkunnarorð skólans míns, Alþýðuskólans á Eiðum.

Skóla sem fæddist 1883 og dó 1995.  Um helgina fór ég frá Hellissandi austur á Fljótsdalshérað og hitti fólk sem átti það sameiginlegt með mér að hafa verið fóstrað af þessum stað um sinn. 

Fólk sem langaði til að votta staðnum virðingu sína, rifja upp gleði og sorg þeirrar veru og ýta vonandi undir það að framtíð Eiða verði bjartari en nútíð, með einhverjum ráðum.

Lesa meira.....

Eiðaskáld - Skúli Björn Gunnarsson

Eiðaneminn og forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri hann Skúli Björn Gunnarsson getur vart hugsað um annað en Eiðagleði þessa síðustu daga fyrir hátíðina miklu. Það má sjá á ljóði eftir piltinn sem birtist í Austurglugganum nú á dögunum.

Lesa meira.....