EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

537202_10151683420786305_923766065_n.jpg

Póstlisti



Receive HTML?

Innskráning

Um fjármál Eiðavina

Eflaust eru einhverjir að velta fyrir sér hvað verður um innkomuna sem kemur í kassann afmælishelgina á Eiðum. Það eru fullt af kostnaðarliðum sem falla til, svo sem að leigja hljóðkerfi, ljósakerfi og mixermann fyrir tónleikana til að gera þá sem flottasta. Einnig mun stjórnin opna formlega nýja heimasíðu Eiðavina um þessa helgi og er ætlunin að láta ágóðann renna upp í hana. Heimasíðan er hluti af áætlun stjórnar á þessu starfsári sem snýst um að ná til sem flestra Eiðanema. Töluvert fjármagn fer líka til Fimleikadeild Hattar (iðkendur og foreldrar) sem mun sjá meira og minna um alla þjónustu á laugardegi og sunnudegi því þeir fimm stjórnarmeðlimir sem verða á svæðinu ráða engan veginn ein við þetta stóra verkefni þótt þekktir séu fyrir dugnað. Fimleikadeildin mun sjá um að afgreiða okkur í sjoppunni og barnum, bera mat á borð, þrífa og gera allt annað sem þarf að gera á stórri samkomu.
Svo er hráefniskostnaður við fóðursölu og einnig þurfum við að greiða fyrir öryggisgæslu á staðnum og leyfiskostnaður er töluverður s.s. leyfi til samkomuhalds og áfengisleyfi.
Þrátt fyrir að stjórnarmeðlimir hafi verið útsmognir við að lauma sér inn í stærstu fjölmiðla landsins í gegnum vini og kunningja er auglýsingakostnaður upp á marga tugi þúsunda. Við þurfum að greiða aðstöðugjald bæði í Barnaskólanum svo og í Alþýðuskólanum en það verður þó háð innkomu.
Þetta eru stærstu útgjaldaliðirnir en svo er töluvert af öðrum kostnaði sem er ótalinn hér.