EIÐAVINIR

- alltaf hressir -

419400_10150612891830954_88343870_n.jpg

PóstlistiReceive HTML?

Innskráning

Fróðleiksmoli 3 - Um Margréti ríku

Allir Eiðavinir ættu að vita eitthvað til hinnar umsvifmiklu Margrétar ríku sem erfði Eiða eftir föður sinn og bjó þar fyrri hluta 16. aldar. Hún er talin hafa fæðst 1491 og alist upp á Ketilsstöðum á Völlum. Hún erfði einnig Njarðvík sem hún kallaði víkina fögru og mögru en skipti á henni og Snotrunesi við systur sína. Fékk líka Egilsstaði á Völlum, Húsavík við Borgarfjörð og fleiri jarðir.

Margrét rak stórbú á Eiðum auk þess að stunda sjávarútveg og átti verstöð á Eiðaveri (norðan Unaóss) og á Eiðabjargi í Höfn á Borgarfirði eystra. Þar má finna fleiri örnefni sem tengd eru veru Margrétar s.s. Runa, Eiðabrekka og Eiðabás. Útgerð Margrétar seldi erlendum skipum þorsk, skreið og lýsi en skipin héldu uppi verslun hér við land á þessum tíma sem var fyrir einokunartímann. Þeir hafa eflaust látið Margréti hafa klæðnað, matvöru og áhöld í stað sjávarafurðanna. Margrét var harðsækin við fiskveiðar og búskap og var þekkt fyrir það. Sagt er að hún hafi einnig alið upp mörg fósturbörn auk sinna eigin og kappalið þau. Segja sögur að fóstursonur hennar á fermingaraldri  hafi lyft henni sjálfri á efri árum í söðul en Margrét var mikil um sig eins og fósturbörnin. Dauðdagi hennar hefur kannski verið af þeirri ástæðu þar sem sagan segir að hún hafi troðist undir sauðum sínum í kvíadyrum.

Þá hafið þið fengið smá innsýn í ævi hinnar harðsæknu og forríku Eiðakonu Margrétar Þorvarðardóttur. 

Heimildir: Ármann Halldórsson. Mávabrík. Útg:Snotra Egilsst. 1992.