Helgi Hallgrímsson sæmdur fálkaorðunni

Eiðavinurinn Helgi Hallgrímsson var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega afhöfn á Bessastöðum þann 17. júní s.l. Helgi fær orðuna fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru. Hann er fæddur að Holti í Fellum árið 1935 en ólst upp á Arnheiðarstöðum og Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Eftir framhaldsnám í líffræði í Þýskalandi kenndi Helgi m.a. við Eiðaskóla, en hann var forstöðumaður við Náttúrugripasafnið á Akureyri 1964 - 1987, er hann flytur í Egilsstaði. Auk merkra bóka hefur Helgi ritað ótal greinar og smárit og fékk hann m.a. íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir fræðibók sína um sveppi, einnig gaf hann út veglega bók um Lagarfljótið árið 2005 ásamt bók um Hallormsstað í Skógum. Helgi sat í stjórn Eiðavina til nokkurra ára og er dyggur liðsmaður Eiðavina. Stjórn Eiðavina og allir Eiðavinir óska Helga til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu. Helgi er lengst til hægri á myndinni.

flkaoran Helgi Hall B