Árgangamót á Eiðagleði

Eitt af því sem stjórn Eiðavina bryddar upp á á Eiðagleði í haust er árgangamót nemenda. Með því móti reynum við að tryggja ætíð lágmarksfjölda til að standa straum af kostnaði við gleðina. Þessa dagana er stjórn að vinna í að næla í áhugasama einstaklinga í þessum árgöngum til að hóa saman liðinu. Í haust er árgöngum 64-65, 74-75, 84-85 og 94-95 stefnt saman í Eiða. Það verður hálf öld í haust síðan elsti árgangurinn var þar við nám (64-65 árg.) -og 40, 30 og 20 ár síðan hinir hóparnir voru þar en árgangur 94-95 er síðasti nemendahópurinn sem var við nám í Alþýðuskólanum á Eiðum. Við auglýsum hér með eftir áhugasömum einstaklingum úr þessum árgöngum til að hóa saman liðinu sínu og eiga saman skemmtilegar stundir í gamla skólanum sínum í haust. Nú þegar er kominn frábær aðili til að hóa saman árgangi 84-85 og við munum án efa finna hina á næstu dögum. Tengiliður stjórnar við forsvarsmenn árganganna er Hlíf Herbjörns í síma 845-1104 eftir 1. júlí.