Góð mæting Eiðavina á fyrsta kaffihúsakvöld vetrarins.

Ágæt mæting var á fyrsta kaffihúsakvöldi Eiðavina á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 2. okt. s.l. Það var sannarlega glatt á hjalla hjá þeim 13 hressu Eiðavinum sem mættu þar og voru nokkrir að mæta á kaffihúsakvöld Eiðavina í fyrsta sinn. Það virðist vera töluverður áhugi hjá Eiðavinum að mæta á kaffihúsakvöldin í vetur og voru þó nokkrir sem vildu mæta en komust ekki og ætla sér að mæta síðar.

Umræðuefnið fór nú ekki mikið út fyrir Eiðastað en var fjölskruðugt þrátt fyrir það, að sjálfsögðu bar Eiðagleðina nýliðnu oft á góma og umræða um hvert framhaldið yrði varðandi þá gleði. Þeir sem höfðu ekki komist á hátíðina höfðu fylgst með á fb og hefur stjórn borist töluvert af fyrirspurnum frá þessum hópi um hvenær næsta hátíð verði. Það virðist vera mikill áhugi hjá Eiðavinum, bæði hjá þeim sem mættu á hátíðina og ekki síður þeirra sem ekki sáu sér fært að mæta, að endurtaka leikinn eftir nokkur. Mun stjórn taka það umræðuefni upp á næsta stjórnarfundi þótt erfitt sé að ákveða nokkuð í þeim efnum í ljósi aðstæðna á Eiðastað. 

Stjórn Eiðavina hvetur alla Eiðavini til að hittast mánaðarlega á kaffihúsakvöldi á Kringlukránni kl. 20 fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði.