Bókin Alþýðuskólinn á Eiðum

Alþýðuskólinn á Eiðum kom út í tilefni 100 ára afmæli skólans árið 1983 og er rituð af Ármanni Halldórssyni f.v. kennara á Eiðum. Í  bókinni eru raktir ýmsir starfsþættir skólans frá upphafi og sagt frá helstu atburðum í sögu hans einkum þó árin frá því um 1960 til  1983 en Eiðasaga Benedikts frá Hofteigi nær fram að þeim tíma. Bók Ármanns prýðir fjöldi ljósmynda úr skólastarfinu, það er m.a.  skrifað um félög og félagslíf, samfélagið heimavistarskóla, skipulag náms og kennslu og um brunann mikla og viðreisnina. Bók sem  allir Eiðavinir ættu að eiga. Kostar aðeins kr. 1.500-