EIÐAGLEÐI 2014

TILKYNNING - EIÐAGLEÐI 2014

Vegna eindreginna óska Eiðavina ákvað stjórnin að gera tilraun með að halda samkomu á Eiðum um miðjan sept. ár hvert. Eiðagleði skal hún heita og kennt við það ár sem hún er haldin. EIÐAGLEÐI 2014 verður haldin helgina 12. - 14. sept. n.k. og hvetjum við Eiðavini til að taka helgina frá nú þegar.

Eitt er víst að afmælishátíðin sem var í haust verður aldrei endurtekin. Þó er ætlunin að byggja hátíðirnar áfram upp á svipuðum grunni, tónlistin verður í öndvegi en við stefnum að því að efla menningarlega fjölbreytni í dagskránni og nýta þar þá fjölmörgu hæfileikaríku Eiðanema sem hafa gengið menntaveginn á Eiðum eða haft þar búsetu. Þar er mikið úrval hæfileikamanna, myndlistarfólk, dansarar, skáld og allskonar fræðimenn sem hafa frá mörgu að segja.  

Það er einmitt eitt af hlutverkum stjórnar Eiðavina að stuðla að fjölbreyttum menningarviðburðum á Eiðum, að efla fræðslu um sögu, menningu og náttúrufar staðarins og ekki síst að beita sér fyrir nemendamótum á Eiðum. Hátíðin er upplagður vettvangur fyrir nemendamót og stefnir stjórnin að því að það verði ætíð að lágmarki eitt árgangamót á staðnum þessa helgi. Fær sá árgangur rými fyrir uppákomu á dagskrá helgarinnar og um leið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þeir árgangar sem áhuga hafa á að stofna til árgangamóts á Eiðagleði 2014 vinsamlega sendið tölvupóst á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það..">Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það..

Það er nú þegar komin spennandi dagskrá á blað en hún verður ekki birt fyrr en við fáum niðurstöður um styrki sem við höfum sótt um. Við erum sannfærð um að Eiðagleði er komin til með að vera! Nánari upplýsingar innan fárra vikna. Fylgist með hér og/eða á facebook.